19.8.2007 | 10:09
Siggi bloggar: Lokadagur.
Þá líður hratt að lokastundinni. Ég sit hér einn og hef auga með farangrinum. Okkur var sagt af Þjálfa að enginn í Serbíu steli en Enginn gæti komið þegar síst skyldi.
All Star leikurinn var í gær. Stelpurnar stóðu sig vel í leiknum. Þær gerðu það sem fyrir þær var lagt létu boltann ganga vel á milli sín og voru hreyfanlegar. Strákarnir spiluðu aftur á móti sóló, dripluðu lengi og enduðu svo með þriggjastiga skoti. Enn eitt hrósið sem "the gérls" fengu. Leikurinn var frekar ójafn ,illa skipt í liðin, þannig að hann endaði 64:30.
Stelpurnar eru að gera síðustu könnun á svæðinu, athuga hvort einhver str.. nei búð hefur farið framhjá þeim og kannski að fá sér eitthvað í gogginn fyrir 4 tíma bílferð. Allir eru orðnir spenntir að komast heim en samt er alltaf þannig að þær vilja líka vera lengur. Þið sem heima sitjið munið það að það er samhljóma ósk frá öllum að fá einhvern íslenskan mat þegar heim er komið.
Við hlökkum öll til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur frá Kopaonik.
Siggi, Sara, Anna Björk, Bergþóra (Marbury), Harpa, Guðbjörg, Selma, Bergdís R., Bergdís Björk , Sigrún Anna, Sigrún Gabríela, Íris, Ester Alda, Magga, Ólöf, Dagbjört, Telma María, Lilja og Ísold.
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við þökkum ykkur kærlega fyrir bloggið. Það var alltaf gaman að lesa um hvað á daga ykkar dreif þarna úti. Af lýsingum að dæma verður það ekki erfitt að bregða sér í líki meistakokks og slá í gegn með einhverju eðal íslensku kjarnafæði. Ferðin er væntanlega dýrmæt reynsla fyrir stelpurnar bæði hvað varðar körfuboltaíþróttina og þvi að auka víðsýni þeirra og upplifun. Við viljum þakka farastjórum og þeim foreldrum sem stóðu í fremstu víglínu síðasta vetur til að ferðin gæti orðið að veruleika. Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Loftur og Júlíana
Loftur Leifsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:32
Æææææi, þarf maður þá að fara að elda aftur!!! Búið að vera svo þægilegt sjoppufæði hjá mér og þeirri elstu á meðan þið voruð úti!! Ætli pulsa og kók flokkist ekki undir "ísenskan" mat??? Gæti best trúað því nú eða vel kæst skata og hafragrautur í eftirrétt!
Sjáumst hress og takk enn og aftur fyrir bloggið
keðja
Skúli
Skúli Sveinss (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.