18.8.2007 | 09:29
Siggi bloggar - úrslit
Úrslit í driplkeppni,einn á einn, níustöðvaskotum og þriggjastigaskotum fór fram núna áðan. Bergþóra vann driplkeppnina eftir æsispennandi keppni við Telmu. Í fyrstu tilraun fóru þær brautina á 12,6 sek. báðar. Í næstu tilraun fór Marbury (Það er Begga) á 12.6 en Telma á 13,6 sek. Bergþóra Marbury semsagt sigurvegari þar. Næst voru úrslit í níustöðva skotum. Þar kepptu Telma og Guðbjörg. Þær voru báðar með 5 stig þegar keppni lauk. Telma er mikið fyrir bráðabana. Í bráðabananum náði Guðbjörg aftur 5 stigum en Telma gerði sér lítið fyrir og gerði 8 stig af 10 mögulegum. Frábært hjá Telmu. Þá var komið að úrslitum í 1 á 1. Þar voru í úrslitum Bergdís og hver haldið þið, Telma! Bergdís vann þennan leik en við vitum því miður ekki hvernig hann fór. Í þriggjastiga keppninni voru Ester og Andrada frá Rúmeníu í úrslitum. Ester hóf kepnnina með því að hitta úr fyrsta skoti næst hitti hún úr skoti sem hún valdi sjálf og gefur 2 stig ,hún var því með 3 stig eftir fyri umferðina. Andrada hitti aðeins úr einu skoti í fyrri umferðinni. Seinni umferðin byrjaði ver fyrir Ester sem hitti fyrst úr 4 skoti og svo úr völdu skoti því aftur með 3 stig. Andrada skoraði síðan aðeins úr tveimur skotum. Ester hélt því uppi merki Fjölnis í þessari keppni. Til hamingju sigurvegarar og allar hinar líka því í þessari ferð hafa stelpurnar allar unnið fullt af sigrum innan vallar sem utan.
Bestu kveðjur frá Yubac.
Siggi og stelpurnar.
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.