Siggi bloggar - 3á3

Þá er æfingunum lokið og einungis eftir Allstar leikurinn og úrslitaleikurinn í 3 á 3 keppninni. Sú keppni hófst í gær og stelpurnar stóðu sig vel að vanda. Fyrsti leikurinn sem ég náði að fylgjast með var á milli liða Dagbjartar og  Möggu. Lið Dagbjartar fór á kostum og vann leikinn 28:4 . Hennar lið komst í 6:0-6:2-16:2-16:4-28:4. Dagbjört skoraði 8 stig og lagði upp enn fleiri og Magga skoraði 2. Dagbjört vex með hverjum degi sem líður og berst eins og ljón inná vellinum. Virkileg skemmtun að horfa á hana í leik.
Næst sá ég hluta af leik hjá Bergdísi á móti 3 strákum. Einn af þeim var rússneskur lurkur ,sem gengur undir nafninu Voldemort hjá okkur, og stelpurnar stelpurnar eru lítt hrifnar af honum. Skil það vel hann er frekar ógeðfelldur að sjá. En Bergdís R. ,dyggilega studd af tveimur smá stubbum sem ná henni í mitti, gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir liðið. Hún skoraði grimmt á milli þess sem stubbarnir röðuðu niður þriggjastiga skotum. Frábærir náungar. Bergdís sýndi að hún á hvergi heima nema á meðal þeirra bestu.
Leikur nr. 2 hjá Bergdísi var á móti náunga sem er sennilega besti leikmaður búðanna. Hann þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum gegn frábærri vörn hennar. En dómarinn í þessum leik eyðilagði fullt af frábærum tilþrifum bæði hennar og hins náungans með því að dæma á allar blokkeringar. Þær voru minnst 4 hjá Bergdísi. Það réð þó ekki úrslitum í leiknum heldur hitt að bæði fór allt niður hjá hinu liðinu meira að segja eitt skot sem okkar dama blokkaði en boltinn skrúfaðist utan á hringnum í spjaldið og oní en minnsta kosti 3 skot skrúfuðust uppúr hjá okkar liði. Leikurinn endaði 29:14 fyrir hina.2:0-4:2-9:2-9:4-11:4-11:6- 16:6-16:10-21:10-21:14-29:14.Þrátt fyrir mikinn mun voru allir hundsvekktir. Okkar stelpa skoraði 10 stig í þessum leik. Sigrún G. og Dagbjört komust svo í undanúrslit.
Ég fylgdist með leiknum hjá Dagbjörtu sem var á móti þeim sem sló út Bergdísi. Okkar lið lenti undir í byrjun 8:0 náðu að minnka muninn í 9:8 og jafna svo 11:11. Þá tók drengurinn sig til og skoraði 5 þriggjastiga körfur í röð og staðan orðin 26:11 á einni og hálfri mínútu. Leikurinn endaði síðan 27:18. Þessi leikur og hvernig Rússinn lék sýndi vel hversu frábær varnarmaður Bergdís Ragnars er.
Sigrún Gabríela tapaði í hinum undanúrslitaleiknum en því miður hef ég ekki tölurnar úr honum. Við eigum því engan leikmann í úrslitum því miður.
Á morgun verður síðan Allstar leikurinn og verður spennandi að sjá hvernig okkar stelpur standa í samanburði við jafnaldra sína frá Rússlandi.
Í kvöld fórum við út að borða. Hundsuðum kræsingarnar í mötuneytinu og fórum á veitingastað í dæmigerðum serbneskum fjallakofa. Frábær staður að hluta hlaðinn úr grjóti og stór eldstó á miðju gólfi salarins. Maturinn var mörgum klössum ofar en það sem okkur hefur verið boðið hingað til en samt höfum við fengið margt betra. Fín tilbreyting, þó ekki væri annað en að breyta aðeins um umhverfi. Stelpurnar eru allar ánægðar þó þær sem ekki eru leikfærar séu frekar leiðar yfir því að missa af allri keppni. En þetta eru allt frábærar stelpur sem eiga eftir að gera fína hluti í framtíðinni og fá fullt af öðrum tækifærum.
Bestu kveðjur frá Kopaonik.
Siggi Sig og allar stelpurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Björk Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Björk Bjarnadóttir
Anna Björk Bjarnadóttir
Fjolnisstelpur i Serbiu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mæðgur
  • ...erbia_2_028
  • Horft yfir til Kosovo
  • Á einu hæsta fjalli Serbíu (2017m)
  • ...erbia_2_051

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband