17.8.2007 | 12:24
Siggi bloggar: Tíðindalaust af austurvígstöðvunum
Jæja, þá eru bara 3 dagar eftir og allir orðnir spenntir fyrir heimför. Flestar stelpnanna eru búnar að fá nóg af dvölinni hér og eru held ég ekkert á leiðinni að stofna "hillbillyfjölskyldu" hér í Serbíu. Þó sér maður stundum örlítinn hnjáskjálfta þegar einn og einn ungur maður gengur hjá. Hópurinn er aðeins farinn að þynnast, stelpurnar hafa verið að heltast úr lestinni ein og ein. Ekkert alvarlegt sem betur fer. Við fáum ennþá sama úrvalsfæðið. Við sátum fund með aðalmönnum búðanna í gærkvöldi og þar vorum við sannfærð um að þetta væri allt saman frábært. Maturinn góður, aðstaðan frábær, hótelið gott og síðast en ekki síst kepptust þeir um að mæra hvorn annan. Það sem er rétt í þessu er að þjálfarinn kann sitt fag uppá 10 en annað er skelfilegt hérna. En ekki hafa áhyggjur við gætum þess að stelpurnar fái næga næringu og hvíld. Hitinn er alveg að kæfa okkur fararstjórana þessa dagana hvað þá stelpurnar. En þær passa að drekka nóg. Anna Björk tók þær allar í nudd í gær, það hafði fín áhrif.
Ég setti einhverjar myndir inná bloggið áðan. Við erum soldið löt við að setja þær inn vegna þess að downstream eða upstream tíminn er svo lélegur hérna.(hvað sem það þýðir) En allavega lýsir það sér þannig að óhemju tími fer í að setja myndirnar inn.
Við látum heyra frá okkur fljótlega aftur
Bestu kveðjur til allra heima.
Siggi Sig og stelpurnar.
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.