Siggi bloggar: Spítalasagan mikla.

Smurolíumettuð bensínstækja, hvinur og hávaði eins og í þotu í flugtaki og skjálfti og hristingur eins og á malarvegi við Trékillisvík. Þeir sem hafa átt gamla Lödu Sport vita hverju ég er að lýsa, nefnilega bílferð í túndrujepplingnum ástsæla. Þetta byrjaði allt með aukaæfingu hjá Söru þar sem  hún meiddi sig á tá og læknir búðanna sendi hana í myndatöku til að fullvissa sig um að hún væri óbrotin. Þá var náð í einkadriver Yubac. Það er samanrekinn stubbur, hertur af baráttu við rússneskt stýri á hlikkjóttum fjallvegum Serbíu, grár eins og austfjarðaþokan trúlega af reykingum og langsetum í eiturbrækjunni í Lödunni, burstaklipptur og með derhúfu sem var á kollinn á honum eins og henni hefði verið fleigt á snaga. Sjúkrahúsið var í klukkutíma fjarlægð (serbneskur klukkutími sem var í þessu tilfelli 2). þegar þangað kom tók við flakk á milli álma sjúkrahússins. Við byrjuðum á slysamóttökunni, vorum send þaðan um 5mínútna gang í aðra álmu. Þar fékk Sara hjólastól með loftlausum dekkjum. Hann kom í góðar þarfir því við þurftum að þræða ganga og rangala spítalans næstu 4-5 mínútur. Sú ganga hófst í tiltölulega nýrri byggingu og endaði í hrörlegasta hjalli sem ég hef komið inní. Og þar var röntgentækið. Já röntgentækið sem ég held þeir hafi keypt af sjúkrahúsinu í Keflavík 1950 þegar það var endurnýjað þar. Myndin var tekin og við tók næsta bið. Þá biðum við á gangi þar sem á aðra höndina voru læknastofur en á hina reykherbergi læknanna og skrifstofa.Þið hafið heyrt að listdansararnir á Goldfinger séu að fjármagna læknanám. Ég held að það sé rétt, því tvær drottningar sem stjákluðu um gangana á pinnahælum og stífmálaðar reyndust vera læknar. En þetta var útúrdúr.
Þar sem við sátum og biðum eftir Dr. Jeckill byrtist Mr. Hide, kom svífandi útúr reykkompunni. Skítugur, sveittur með hrokkið, sítt, illa greitt og enn verr þrifið hár. Reif af okkur myndina og henti henni í okkur aftur og sagði okkur að bíða lengur. Þá er komið að þætti bílstjórans, sem hafði lítið haft sig í frammi. Hann tók myndina bar hana að ljóstýru, sem hann fann á ganginum og  skoðaði hana eins og alvanur sérfræðingur. Næst þegar einhver kom útaf stofunni þar sem allt var að gerast vippaði hann sér inn fyrir við lítinn fögnuð annarra á biðstofunni en við vorum komin að. Inn á stofunni var hjúkrunarkona sem sá um vinnuna og læknir sem leit út eins og Maradonna þegar hann var feitastur sitjandi í  alltof litlum stól. Hann v ar í gallabuxum og bláum bol rennblautur af svita frá toppi til táar. Eftir miklar pælingar fram og til baka kom loksins úrskurðurinn , bílstjórinn hefði getað sagt okkur um leið og hann leit á myndina, hún var óbrotin, einungis einhver tognun. Pappírsvinnan tók hálftíma en við biðum úti á meðan. Kl.00:05 lögðum við af stað hrist, (ekki hrærð) ærð að af sársaukakveini freðmýrastálsins og deyfð af smurolíu og bensínbrækjunni. Á löngum beinum kafla niður í móti á heimleiðinni náði tryllitækið 90 km hraða við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Við komumst í háttinn kl hálfþrjú í nótt.
Þeir sem eiga leið hingað seinna meir ættu að forðast í lengstu lög heimsóknir á spítala í Serbíu.

Bestu kveðjur

Sara og Siggi , reynslunni ríkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Björk Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Björk Bjarnadóttir
Anna Björk Bjarnadóttir
Fjolnisstelpur i Serbiu
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mæðgur
  • ...erbia_2_028
  • Horft yfir til Kosovo
  • Á einu hæsta fjalli Serbíu (2017m)
  • ...erbia_2_051

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband