16.8.2007 | 18:36
Siggi bloggar: Spítalasagan stóra.
Yubac. Það er samanrekinn stubbur, hertur af baráttu við rússneskt stýri á hlikkjóttum fjallvegum Serbíu, grárl eins og austfjarðaþokan trúlega af reykingum og langsetum í eiturbrækjunni í Lödunni, burstaklipptur og með derhúfu sem var á kollinn á honum eins og henni hefði verið fleigt á snaga. Sjúkrahúsið var í klukkutíma fjarlægð (serbneskur klukkutími sem var í þessu tilfelli 2). þegar þangað kom tók við flakk á milli álma sjúkrahússins. Við byrjuðum á slysamóttökunni, vorum send þaðan um 5mínútna gang í aðra álmu. Þar fékk Sara hjólastól með loftlausum dekkjum. Hann kom í góðar þarfir því við þurftum að þræða ganga og rangala spítalans næstu 4-5 mínútur. Sú ganga hófst í tiltölulega nýrri byggingu og endaði í hrörlegasta hjalli sem ég hef komið inní. Og þar var röntgentækið. Já röntgentækið sem ég held þeir hafi keypt af sjúkrahúsinu í Keflavík 1950 þegar það var endurnýjað þar. Myndin var tekin og við tók næsta bið. Þá biðum við á gangi þar sem á aðra höndina voru læknastofur en á hina reykherbergi læknanna og skrifstofa.Þið hafið heyrt að listdansararnir á Goldfinger séu að fjármagna læknanám. Ég held að það sé rétt, því tvær drottningar sem stjákluðu um gangana á pinnahælum og stífmálaðar reyndust vera læknar. En þetta var útúrdúr.
Þar sem við sátum og biðum eftir Dr. Jeckill byrtist Mr. Hide, kom svífandi útúr reykkompunni. Skítugur, sveittur með hrokkið, sítt, illa greitt og enn verr þrifið hár. Reif af okkur myndina og henti henni í okkur aftur og sagði okkur að bíða lengur. Þá er komið að þætti bílstjórans, sem hafði lítið haft sig í frammi. Hann tók myndina bar hana að ljóstýru, sem hann fann á ganginum og skoðaði hana eins og alvanur sérfræðingur. Næst þegar einhver kom útaf stofunni þar sem allt var að gerast vippaði hann sér inn fyrir við lítinn fögnuð annarra á biðstofunni en við vorum komin að. Inn á stofunni var hjúkrunarkona sem sá um vinnuna og læknir sem leit út eins og Maradonna þegar hann var feitastur sitjandi í alltof litlum stól. Hann var í gallabuxum og bláum bol rennblautur af svita frá toppi til táar. Eftir miklar pælingar fram og til baka kom loksins úrskurðurinn , bílstjórinn hefði getað sagt okkur um leið og hann leit á myndina, hún var óbrotin, einungis einhver tognun. Pappírsvinnan tók hálftíma en við biðum úti á meðan. Kl.00:05 lögðum við af stað hrist, (ekki hrærð) ærð að af sársaukakveini freðmýrastálsins og deyfð af smurolíu og bensínbrækjunni. Á löngum beinum kafla niður í móti á heimleiðinni náði tryllitækið 90 km hraða við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Við komumst í háttinn kl hálfþrjú í nótt.
Þeir sem eiga leið hingað seinna meir ættu að forðast í lengstu lög heimsóknir á spítala í Serbíu.
Bestu kveðjur
Sara og Siggi , reynslunni ríkari.
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona að þið hafið komist heil heim úr þessu ævintýri og séuð búin að jafna ykkur á menningarsjokkinu.
Það er þó góðsviti að vel er fylgst með meiðslum stelpnanna og gengið úr skugga um að allt verði í lagi.
Biðtíminn á spítalanum vistist samt sem áður allstaðar vera svipaður sama hvar maður er staddur í heiminum. Það hef ég reynt í USA þó ólíku sé saman að jafna með aðbúnað.
Góðan bata Sara
Gulla
Gulla (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:49
GAman væri að fá fleiri myndir á síðuna ef einhverjar eru
Guðlaug (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:54
Sæll, bið að heilsa Söru og vona að hún jafni sig fljótt, spítalferðin er ekki ólík einni sem ég fór í í Vilníus fyrir ári með Dr. Saxa.
Ráðhildur (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.