16.8.2007 | 12:53
Siggi bloggar.
Ekki gerðist margt í fyrradag annað en að Guðbjörg og Telma komust í úrslit í skotkeppni. Frábært hjá þeim. Langþráð sundferð varð að veruleika í gær, loksins. Ég hallast helst að því að mjólkurbílsstjórinn sé með báðar hendur bundnar í öðrum verkum því ekkert bólar á nýjum byrgðum af jógúrti. Kannski panta kaupmenn hér ekki það sem selst strax. Stærsta búðin hér minnir mann á það sem maður heyrði af Sovétríkjunum, t.d. er hveitihillan 3m á lengd og á henni voru 4 hveitipokar daginn eftir voru þeir 3 og búið að jafna bilið á milli þeirra uppá nýtt. Það hljóp á snærið hjá Önnu Björk einn daginn þegar hún var að kvarta (eins og alltaf) yfir klósettpappírsleysi. Bandarískur þjálfari sem var með 5star hópinn heyrði til og gaf henni 2 rúllur vegna þess að hann var á heimleið. Anna Heppna verður hún kölluð hér eftir.
Veðrið hér og á Íslandi er ótrúlega líkt. Skýjað eina stundina og svalt en steikjandi sól þá næstu. í þessum orðum tööluðum komu Sara , Selma og Anna ,bandarísk-serbnesk stelpa sem er með okkur, með hvolp sem þær fundu. og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hann var sætur .....og svangur.Það er mikið spáð í leiðir til að koma öllum reiðileysiskvikindum heim til Íslands. Ég er að hugsa um að hafa samband við Karl bretaprins til að gá hvort hann reddar þessu ekki. Hann er yfir einhverjum sjóði til verndar dýrum, þess vegna sleppir hann alltaf laxinum þegar hann hefur pínt hann nóg.
Nú er ég kominn langt út fyrir efnið.
Æfingarnar ganga vel en samt verða þær meira meira krefjandi. Það kom þjálfaranum verulega á óvart hversu vel stelpurnar eru þjálfaðar. Síðustu æfingar hafa farið í grundvallar hreyfingar í vörn. Það hefur vafist soldið fyrir þeim en skilar sér smátt og smátt. Ef þetta tollir í kollinum á þeim munum við eiga frábært lið í framtíðinni. Mikil þörf er á að byggja upp rétt hugarfar hjá stelpunum t.d. venja þær af því að segja "ég get þetta ekki" og minna þær á að æfingar eru til að gera hluti sem maður ræður ekki við þá stundina og til að gera mistök.
Bestu kveðjur frá okkur stelpunum.
Siggi Sig
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærir þessir Serbar,
Ekki nóg með að stelpurnar verði betri í körfubolta heldur læra þær líka hluti eins og að klósettpappír og jógurtdolla geta verið dýrmætari en gull, og að það sé gott að eiga sundlaugar sem MÁ synda í. Sannkallaður lífsleiknipakki sem erfitt væri að fá annars staðar.
Svona grínlaust er greinilega ýmislegt sem er öðruvísi en við erum vön hérna á Íslandi. Stelpurnar hafa þó sýnt að þær hafa mikla aðlögunnarhæfni og studdar af frábærri fararstjórn eru þær greinilega að ná sér í ómetanlega reynslu á mörgum sviðum.
Það verður spennandi að fá þær aftur á æfingu hérna heima með alvöru "ég get" hugarfar eftir dvölina þarna úti.
Vel gert Fjölnisstelpur !
Tómas
Tómas (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.