15.8.2007 | 10:13
Siggi bloggar- Kettlingasagan mikla.
Í fyrradag fundu stelpurnar kettlinga sem hafa sennilega verið í fæði í mötuneyti búðanna. Allavega voru þeir horaðri en allt sem horað er. Snarlega var slegið upp veislu, keypt mjólk og sardínudós sem litlu krílin hámuðu í sig brosandi út að eyrum. Orðið sætur var mikið notað þann daginn og strákarnir áttu ekki séns. Bjössi (á mjólkurbílnum) birtist og ég keypti fjórar jógúrt og Harpa tvær og núna bíðum við þess að kvennagullið ljóntrygga komi keyrandi með aðra hönd á stýri og kippu af eðaljógúrt í hinni.
Þrjár af stúlkunum þurftu að flytja sig um herbergi og þá uppgötvaðist sá leiðindaatburður að vatnsglasið- takið eftir vatnsglasIÐ í herberginu hafði brotnað en Harpa leysti málið snarlega og borgaði 100 kr. fyrir nýtt. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að kvarta yfir því innvolsið í klósettkassanum hjá mér er liðið undir lok.
Að kvöldi dagsins var vítaskotakeppni. Hún fór þannig fram að stelpurna tóku víti og þegar þær hittu úr fyrsta skoti var byrjað að telja og talið þar til þær klikkuðu á tveimur í röð. Lilja vann keppnina eftir bráðabana við rúmenska stelpu. Þær skoruðu báðar úr 14 vítum Sara varð svo í 3. sæti með 11 skot. Flott hjá þeim.
Lífið kemur sífellt á óvart. Við kvöldmatinn gerðist tvenn sem ég hélt ég ætti ekki eftir að upplifa. Hið fyrra að heyra "ó nei! það er pizza í matinn", hið síðara kom jafnvel enn meira á óvart. Nefnilega það að nokkrar stelpnanna tóku með sér afgangana til að geta borðað seinna. Ég segi nú bara svo má illu venjast að gott þyki.
Til stóð að fara hópferð til læknisins eftir matinn en áður en hún var farin hresstust allar það vel að sú ferð var slegin af. Gott mál.
Æfingarnar skila sér hægt en örugglega. Ég nýti hvert tækifæri til að segja stelpunum að þetta snúist allt um hraða, kraft og snerpu eins og þær sáu í All Star leiknum á Landsmótinu á Höfn. Eða Fallen Star "What ever".
Allir eru í góðum gír og fínu skapi með smá sveiflum ,eins og eðlilegt er, þrátt fyrir skrýtið fæði. Sólin er komin og hitinn fylgir með svo allt er á uppleið.
Við STELPURNAR biðjum allar að heilsa heim.
Siggi Sig and all the gérls.
PS
Morgunverðarseðillinn áðan.
Gamalt franskbrauð.
Smurostur
Lifrarkæfa
Flóuð mjólk og síðast en ekki síst klórvatn notað og ónotað.(te og vatn)
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli það sé ekki best að kvitta fyrir sig í þetta skiptið. Frábært að geta fylgst svona með bara úr stofunni heima. Ekki öfunda ég ykkur af matnum eða vatninu, en er nokkuð viss um að annars sé bara mjög gaman og mikið sem stelpurnar læra í þessari ferð. Biðjum bara að heilsa héðan frá Fróni, hef þetta ekkert lengra að sinni.
Kveðja, Helga, Katrín Anna og Hrefna María
P.s. Við stelpurnar hér biðjum að heilsa stelpunum þarna og þá sérstaklega Bergdísi Björk.
Helga, Katrín Anna og Hrefna María (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 20:40
Jæja það er greinilega nóg að gera hjá ykkur fararstjórum. Vonum samt að þið komið öll lifandi heim og ekki algerlega horfallin. Við hérna heima þurfum að huga að því að fylla matarkistuna með allskonar gúmmelaði til að bæta ykkur upp MATAR-skortinn. Annars bara bestu kveðjur Erna
P.S. Harpa það er farin af stað fjáröflun meðal foreldra til að bæta þér upp fjárhagsskaðann.
Erna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.