13.8.2007 | 17:48
Siggi bloggar. 13. ágúst.
Allt gekk sinn vanagang í dag. Ekkert sérstakt komið uppá, einhver smávægileg meiðsli hér og þar en ekkert alvarlegt sem betur fer. Stelpurnar kveinka sér ekki lengur undan smá hnjaski. Maturinn var innan velsæmismarka í dag, loksins. Morgunmaturinn er samt skrýtinn og eina sem við fáum að drekka með honum er kranavatn sem bragðast eins og klórvatn og te sem bragðast einsog notað klórvatn. Góðu heilli bjargast þetta með pizzum og núna pönnukökum.
Stelpurnar taka gríðarlegum framförum en ég held ég geri engum grikk þegar ég segi að Dagbjört blómstri hreinlega. Æfingarnar eru margar eins og upprifjun á gömlum æfingum sem voru notaðar þegar við fararstjórarnir vorum í boltanum. (fyrir 5-6 árum :)
Strákarnir á svæðinu eru heillaðir af ljósu lokunum og prúðmannlegri framkomu stelpnanna og elta þær á röndum með grasið í skónum. Auk þess æfa þeir grimmt framburð á íslenskum nöfnum eins og Sigrún, Bergdís og Bergþóra.
Sumar af stelpunum bera sig betur en aðrar en innst inni held ég að þær hafi allar smá heimþrá sem sýnir okkur að þetta eru heilbrigðar og fínar "gérls" eins og Sdravko þjálfari orðar það. Þetta er íslenski mátinn "Betra er að bera harm sinn í hljóð - en í braglausum óði" sagði Megas.
Bestu kveðjur heim frá öllum.
Siggi Sig.
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe það er gott að þið eruð að skemmta ykkur vel!
Passið samt stelpurnar fyrir þessum strákum á svæðinu, ég er ekki viss um að allar hafi farið út með körfubolta að aðalmarkmiðið. Væri verra ef ein þeirra yrði eftir í fjöllunum til þess að stofna Serbneska fjölskyldu :)
Kveðja - PR
Pálmar R (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:39
Siggi þú ferð hreint á kostum í blogginu. Áfram svona. Gaman að heyra af framförum liðsins.
Höfum frétt að jógúrtið sé uppselt í fjöllunum og pizzuátið sé orðið yfirgegnilegt. Vonandi fer Bjössi á mjólkurbílnum að birtast með nýjar birgðir svo salan hjá Dominos á Íslandi hrynji ekki eftir þessa ferð.
Bestu kveðjur Erna og Ragnar
Erna og Raggi (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:46
hæ hæ
svaka gaman að lesa bloggið hjá ykkur en ég man að þegar ég var úti í svíþjóð fengum við djús með morgunmatnum og gátum líka fengið okkur heitt kakó. Ég vona að þið seigið allt gott.
kv hrafnhildur
hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.