Siggi bloggar.

4. dagur.

Æfingarnar hafa gengið vel hingað til og stelpurnar eru mjög móttækilegar fyrir öllu sem Strapo (þjálfarinn þeirra) hefur fram að færa. Rigningin sem Anna minntist á var alvöru rigning. Þið getið ímyndað ykkur skýfall heima og margfaldað svo nokkrum sinnum.

Stelpurnar spiluðu við serbneskar stelpur í dag og sterkara liðið okkar rúllaði yfir þær en það slakara var ívið veikar en það serbneska. En eitt vorum við fararstjórarnir sammála um, að ekkert okkar hefur séð stelpurnar spila jafnvel. Sóknin var hreifanleg , barátta í vörninni og svo tóku þær fast á móti nokkrum ótrúlega grófum stelpum. Í stuttu máli ótrúleg framför.

Allar stelpurnar kveinka sér yfir ótrúlegustu hlutum af og til, en eins og góðum fararstjórum sæmir hefur okkur tekist að ráða fram úr flestu ýmist með viðtalsmeðferð, áfallahjálp eða almennum yndislegheitum.

Flottar og góðar stelpur á ferðinni hérog góður andi í hópnum.

 við biðjum öll að heilsa.

Siggi Sig.

PS.   Gullmola ferðarinnar á Sigrún Gabríela, þegar æft var í samkomusalnum vegna rigningarinnar var ein hlaupaleiðin upp á svið. Áleiðinni upp á sviðið galaði hún "ég er með sviðsskrekk".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort ég verði ekki að skipta um nafn. Það er ekki hægt að heita einhverju venjulegu nafni ef maður á að taka við af náunga sem heitir STRAPO.

(bara) Tómas

Tómas (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 10:13

2 identicon

Þetta er ekkert mál darling, þú getur andað létta, Siggi mismælti sig, hann heitir Sdravko - Tómas Albert slær því alveg við er það ekki....?? hehe....

Anna Björk (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Björk Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Björk Bjarnadóttir
Anna Björk Bjarnadóttir
Fjolnisstelpur i Serbiu
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mæðgur
  • ...erbia_2_028
  • Horft yfir til Kosovo
  • Á einu hæsta fjalli Serbíu (2017m)
  • ...erbia_2_051

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband