12.8.2007 | 17:00
Sunnudagur 12. ágúst kl. 18.45
Heil og sæl öll heima,
Nú er að komast rútína á hlutina hjá okkur hér úti. Hún felst í því að vakna kl. 7.15, fara í morgunmat kl. 7.45, smakka matinn og borða eins mikið og hægt er, fara svo og kaupa sér jógúrt og brauð til viðbótar ásamt vatni fyrir æfinguna sem hefst klukkan 9. Eftir æfingu er svo farið að spila, versla, spjalla og hvíla fram að hádegismat. Þá er aftur smakkað....:-) og borðað eins og hægt er og svo er farið og bætt við pizzu, samlokum o.þ.h. Í hádeginu í dag borðuðum við bara nokkuð vel, enda góð súpa (sumar fengu sér tvisvar!!) og ágætis kartöflur með djúpsteiktu svínakjöti sem fór misvel í stúlkukindurnar.
Svo er aftur pása fram að seinni æfingunni. Í gær var reyndar aðeins breytt út af, þegar við fórum kl. 15 að horfa á einkaæfingu hjá einum besta körfuboltamanni Serba í klukkutíma. Þetta er 25 ára strákur sem spilar með Real Madrid (í körfu já :-)) og er að reyna að komast í try-outs f. NBA. Hann er með bandarískan þjálfara að aðstoða sig, en sá hinn sami er einnig yfirþjálfari 5star æfingabúða sem eru hér á sama tíma og við. Það var mjög áhugavert að horfa á þessa einkaæfingu, en þessi strákur æfir einn í amk 2 tíma á hverjum degi er sagt.
Síðan fór að hellirigna í gær og ekki var hægt að hafa seinni æfinguna úti. Þar sem 5star búðirnar taka alveg íþróttahöllina, þurftum við að æfa í stórum fundarsal, þar sem stelpurnar voru látnar skokka, teygja og gera allskonar styrktaræfingar...
Í gærkvöldi var svo horft á all-star leik 5star búðanna til gamans. Við höfum ekki fengið spil á kvöldin eins og lagt var upp með vegna þessara búða, en það breytist vonandi á morgun þegar þeir krakkar fara heim.
Eftir hádegismat í dag fórum við svo með skíðalyftu upp á eitt hæsta fjall Serbíu í rúmlega 2000m hæð, skoðuðum útsýnið og svo aftur niður. Fullt af stelpum sigruðust þar með á sjálfri sér þar sem þær voru lofthræddar en skelltu sér samt. - Sjá myndir
Eftir seinni æfinguna í dag spiluðum við svo æfingaleik við lið frá Belgrad og stóðu stelpurnar sig ótrúlega vel. Ég hef ekki séð þær spila svona vel og eftir að þjálfarinn hafði komið og kíkt á leikinn í smá tíma hrósaði hann þeim í hástert. Það hefur verið mikið lagt upp úr hreyfingu án bolta, fría sig og fá sendingar og að gefa góðar sendingar og þetta virðist allt vera að skila sér vel hjá stelpunum.
Og jú...það eru hælsæri og smámeiðsl í hrönnum, aðeins illt hér og þar, smá hálsbólgur og hausverkir, en í það heila þá eru þær hressar og kátar og þegar þær venjast þessu öllu saman minnkar þetta smám saman.
Nú eru stelpurnar í mat og svo í kvöld er aftur "bíó"............
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ, hæ,
er bara sjoppufæði hjá ykkur?
Gaman að heyra hvað gengur vel, keep up the good work
skúli
skúli sveinsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.