11.8.2007 | 09:36
Laugardagur 11. ágúst kl. 11.30 að staðartíma:
Fyrri æfingu dagsins var að ljúka og stelpurnar eru að hvíla, spila, versla og spjalla.
Í gær voru 2 æfingar, ein kl. 9 og ein kl. 15. Það er aðalþjálfari búðanna sem þjálfar okkar stelpur og með þeim í hópi eru 3 stelpur frá Rúmeníu. Eftir fyrstu æfinguna var þjálfarinn mjög ánægður með þær, sagði þær vera með betri grunn en hann hafði búist við og jafnari að getu. Þess vegna reiknar hann ekki með að færa neinar til og því líklegt að þær verði áfram allar saman í hópi.
Það er æft úti á malbiki. Við héldum af myndum á netinu að dæma að þetta væri gerfiefni, en þetta er bara málað malbik... En það kemur ekki að sök, tækniæfingar eru í yfirgnæfandi meirihluta og lítið um hasar og átök. Á milli æfinga er verslað, spilað, farið í körfu og gönguferðir.
Í gærkvöldi var þeim síðan boðið í bíó og bjuggumst við við bíómynd og poppi og kók, en þá var um að ræða klukkutíma amerískt myndband um varnarleik....og voru þær misþolinmóðar að horfa á það :-)
Hér eru um 250 krakkar og þar af 60 útlendingar, við, rúmenskir og rússneskir krakkar. Veðrið
er mjög þægilegt hér svona hátt uppi, svolítið heitt í sólinni, en svalt í skugga og á kvöldin.
Maturinn sem við fáum í búðunum er mjög óvenjulegur fyrir okkur og ekki alveg Siggi Halla að kokka
hann, en stelpurnar ná flestar að borða eitthvað og svo eru þær duglegar að borða pizzur, brauð,
jógúrt og ávexti þess á milli. Þar að auki drekkum við mikið vatn, en við þurfum að kaupa það allt
sjálfar. Einhver sponsor sem átti að sjá um vatn klikkaði, en hugsanlegt að rætist úr því á morgun
eða hinn að sögn.
Það er allt morandi í strákum hér sem finnst gaman að kíkja á stelpurnar okkar og þær þurfa svolítið að "berja frá sér" á stundum, en það er ekki vandamál og þær eru duglegar að virða útivistartíma og reglur búðanna. Reyndar til fyrirmyndar miðað við sum önnur lið hér. :-)
Bestu kveðjur úr Kopaonik!
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ stelpur og fararstjórar!¨
Það er alveg frábært fyrir okkur fjölskyldurnar hér heima að geta fylgst með ykkur á netinu og skoðað myndir með. Það er æðislegt að lesa hvað þjálfarinn var ánægður með ykkur og við erum þvílíkt stolt af ykkur! Haldið bara áfram að vinna vel á æfingum og njóta svo frítímans.
Við rákumst á þessa ,,mikilvægu" frasa á netinu og setjum þá inn ef þið vilduð slá um ykkur í búðunum í Kopaonik eða á æfingum hjá slóvenunum!
how much?: koliko? /ko-l?-ko/ (coleeco, co-, -co => cup) þessi er kannski mikilvægastur í búðunum, en hinir reyndar líka góðir líka!
Hello: zdravo / zdrA-vO/ (z like in zebra)
good morning: dobro jutro
good afternoon: dobar dan
good evening: dobro veče
good-bye: doviđenja /dOvidj?nja/
thank you: hvala /hvA-la/
that one: то to (not as English to)
Do you speak English?: Da li govorite engleski? yes: da /dA/
no: ne /n?/
here is [the bathroom (toilet)]?: Gde jetoalet? /gd? j? toAlEt/
Bestu kveðjur úr 9 stiga hita í Kópavogi (öfundum ykkur ,,smávegis" af góða veðrinu) og frá Danmörku þar sem líka er fylgst með ykkur...!
Gunnar, Herdís, Hersteinn Skúli, Egill Kári og Guðrún.
Herdís, Gunnar, Hersteinn Skúli og Egill Kári (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 10:25
Hæ stelpur og Siggi
Frábært að heyra hvað það gengur vel - engin veikindi eða hælsæri ennþá? Vonandi heldur þetta áfram í þessum gír hjá ykkur. Og takk fyrir bloggið, alveg frábært að geta fylgst svona með ykkur úr fjarlægð.
kveðja
Skúli
Skúli Sveins (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 14:53
Sælar stelpur og fararstjórar,
Vona að það sé fjör í hópnum og að þið séuð duglegar að skemmta ykkur, þó að bíóið sé ekki eins og það á að vera og það vanti Ragga með snúsnú-bandið.
Kv.
Tómas
Tómas (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 18:16
Mér sýnist að það sé nú bara enginn tími fyrir snú snú þarna. En það er virkilega gaman að heyra frá ykkur, sjá myndirnar og fá að vera svona með í búðunum.
Þetta er greinilega mikil upplifun og það er augsýnilegt að þetta eru alvöru körfuboltabúðir. Stelpur ''njótið þið þess,, þið getið bætt ykkur alveg rosalega þarna og eigið eftir að veita bestu liðunum hér heima harða keppni í vetur.
Kveðja Ragnar og Erna
Ragnar (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.