10.8.2007 | 09:36
Dagur 2 í Serbíu
Heil og sæl öll heima,
Þá er dagur 2 búinn (dagur 1 = ferðalag). Eftir 5 tíma rútuferð og pissustopp þar sem var bara pissað í gat í gólfinu (ein af mörgum nýjungum í þessari ferð :-)), komum við til Kopaonik um tvö leytið. Þetta er skíðaþorp hátt uppi í fjöllunum, þar sem eru um 10.000 manns á veturna, en á sumrin aðeins 500-1000. Hér eru nokkur hótel í kringum torg og á neðstu hæðunum eru markaðir
og búðir. Við erum á 4. og 5. hæð á einu þeirra.
Engin æfing var í dag, aðeins upplýsingafundur og kvöldmatur og svo fengu stelpurnar boli og stuttbuxur. Þær skruppu síðan í körfu nokkrum sinnum á útivöllunum og skoðuðu verslanirnar gaumgæfilega. Þær hörðustu voru búnar að versla fyrsta hlutinn áður en við gátum snúið okkur við :-)
Á fyrstu æfingunni verður skipt í lið eftir aldri og eftir þá æfingu eftir getu, þannig að hver og ein fái eins mikið út úr æfingunum og hægt er. Þetta er mjög einstaklingsmiðað og ef einhverja vantar að laga skotstílinn þá er hægt að fá sérþjálfun því, ef önnur þarf að bæta varnarhreyfingar þá er unnið með henni í því. Þetta eru einar bestu æfingabúðir sem hægt er að sækja heim og þótt við höfum allar fengið smá menningarsjokk yfir Serbíu sjálfri, þá heyrum við hér frá öðrum þjálfurum sem eru að koma aftur og aftur að þjálfunin sé toppur. Unglingalandsliðin í Serbíu hafa nýverið orðið heims-meistarar í alls 5 flokkum og fengið brons í einum.
Stelpurnar eru spenntar fyrir æfingarnar og það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur.
Við munum svo leiðbeina þeim með símakort og sjálfsala á morgun, en það er víst sæmilega ódýrt að hringja þannig heim. Við munum finna út hversu "ódýrt" á morgun. Annars getið þið alltaf fylgst með blogginu og að sjálfsögðu hringt í símana okkar ef þið þurfið að ná í stelpurnar eða okkur fararstjórana.
Bestu kveðjur frá okkur öllum!
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar stelpur og fararstjórar,
Gaman að lesa grein og skoða myndir. Eftir myndunum að dæma er góð stemming í hópnum. Vonandi gengur vel á æfingum. Verið duglegar að toga hver aðra á fætur þegar þreytan kemur. Samstaða, samstaða, SAMSTAÐA . Áfram Fjölnir.
Kv. Tómas
Tómas Holton (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:53
Hæ, gaman að fá fréttir af ykkur með reglulegu millibili, sérstaklega myndirnar. Nú þarf að vanda sig við að taka myndir þannig að þær njóti sín. Gangi ykkur vel og verið duglegar að borða heimilismatinn í Serbíu.
Kv. Skúli
Skúli Sveins (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 16:08
kv Gulla
Gulla (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.