4.11.2007 | 19:37
Mót í 10.flokki
Næsta mót í 10.flokki er helgina 17. - 18. nóvember.
Kv. Tómas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 10:55
8.flokkur um helgina.
Hér koma leiktímar fyrir helgina:
Laugardagur:
kl. 13:00 Fjölnir - KFÍ
kl. 16:00 Fjölnir - Hörður
Sunnudagur:
kl. 11:00 Fjölnir - UMFH
kl. 13:00 Fjölnir - Valur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 20:23
Miðvikudagsæfingin fellur niður.
Vegna Grafarvogsleikanna fellur miðvikudagsæfingin (24.okt) niður. Næsta æfing á föstudag.
Kv. Tómas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 19:00
Mót í Borgarnesi 20.október.
Sælar,
Fyrsta fjölliðamótið hjá 10. flokki fer fram í Borgarnesi um helgina. Allir leikirnir verða spilaðir á laugardeginum:
12:00 | Hamar - Fjölnir |
13.30 | Skallagrímur - UMFN |
15.00 | Skallagrímur - Fjölnir |
16.30 | Hamar - UMFN |
18.00 | UMFN - Fjölnir |
19.30 | Hamar - Skallagrímur |
Mæting við Rimaskóla kl. 10:15.
Kv. Tómas
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 22:02
Leiðrétting.
Sælar,
Eins og þið flestar vitið skrifaði ég vitlausan tíma á mánudagsæfinguna. Er búinn að leiðrétta. Mánudagsæfingin er sem sagt kl. 19:15 - 20:30.
kv. Tómas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 18:53
Æfingar byrja fyrir alvöru.
Sælar stelpur,
Nú hefjast æfingar fyrir alvöru.
Tímarnir eru sem hér segir:
Mánudagar kl. 19:15 - 20:30 í Rimaskóla
Miðvikudagar kl. 19:00 - 20:15 í Rimaskóla
Föstudagar kl. 19:30 - 20:45 í Rimaskóla
Sunnudagar kl. 13:30 - 14:50 í Dalhúsum
Kv.
Tómas
Bloggar | Breytt 25.9.2007 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 19:12
Æfingar hefjast.
Það gengur illa að byrja að æfa vegna húsnæðisleysis. Svo hefur verið eitthvað fram og tilbaka með æfingatöflu. Samkvæmt bráðabirgðatöflu (sést á fjolnir.is) höfum við æfingar í Dalhúsum á fimmtudag og föstudag. Við byrjum fimmtudag í næstu viku (13/9) í Dalhúsum kl. 16:50.
Kv. Tómas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2007 | 21:00
Boot camp !
Sælar stelpur,
Við fáum ekki tíma í sal strax vegna framkvæmda í Dalhúsum og Rimaskóla.
Í staðinn hef ég samið við Heilsuakademíuna um að taka ykkur í gegn (þær sem eru fæddar 92). Það kostar kr. 4000 (borgist fyrsta daginn) að vera með. Æfingatímarnir eru:
Mánudag 27/8 kl. 17-18
Þiðjudag 28/8 kl. 18-19
Fimmtudag 30/8 kl. 18-19
Mánudag 3/9 kl. 17-18
Þrðjudag 4/9 kl. 18-19
Nú er að mæta og taka á því.
Kv. Tómas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 10:09
Siggi bloggar: Lokadagur.
Þá líður hratt að lokastundinni. Ég sit hér einn og hef auga með farangrinum. Okkur var sagt af Þjálfa að enginn í Serbíu steli en Enginn gæti komið þegar síst skyldi.
All Star leikurinn var í gær. Stelpurnar stóðu sig vel í leiknum. Þær gerðu það sem fyrir þær var lagt létu boltann ganga vel á milli sín og voru hreyfanlegar. Strákarnir spiluðu aftur á móti sóló, dripluðu lengi og enduðu svo með þriggjastiga skoti. Enn eitt hrósið sem "the gérls" fengu. Leikurinn var frekar ójafn ,illa skipt í liðin, þannig að hann endaði 64:30.
Stelpurnar eru að gera síðustu könnun á svæðinu, athuga hvort einhver str.. nei búð hefur farið framhjá þeim og kannski að fá sér eitthvað í gogginn fyrir 4 tíma bílferð. Allir eru orðnir spenntir að komast heim en samt er alltaf þannig að þær vilja líka vera lengur. Þið sem heima sitjið munið það að það er samhljóma ósk frá öllum að fá einhvern íslenskan mat þegar heim er komið.
Við hlökkum öll til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur frá Kopaonik.
Siggi, Sara, Anna Björk, Bergþóra (Marbury), Harpa, Guðbjörg, Selma, Bergdís R., Bergdís Björk , Sigrún Anna, Sigrún Gabríela, Íris, Ester Alda, Magga, Ólöf, Dagbjört, Telma María, Lilja og Ísold.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2007 | 09:29
Siggi bloggar - úrslit
Úrslit í driplkeppni,einn á einn, níustöðvaskotum og þriggjastigaskotum fór fram núna áðan. Bergþóra vann driplkeppnina eftir æsispennandi keppni við Telmu. Í fyrstu tilraun fóru þær brautina á 12,6 sek. báðar. Í næstu tilraun fór Marbury (Það er Begga) á 12.6 en Telma á 13,6 sek. Bergþóra Marbury semsagt sigurvegari þar. Næst voru úrslit í níustöðva skotum. Þar kepptu Telma og Guðbjörg. Þær voru báðar með 5 stig þegar keppni lauk. Telma er mikið fyrir bráðabana. Í bráðabananum náði Guðbjörg aftur 5 stigum en Telma gerði sér lítið fyrir og gerði 8 stig af 10 mögulegum. Frábært hjá Telmu. Þá var komið að úrslitum í 1 á 1. Þar voru í úrslitum Bergdís og hver haldið þið, Telma! Bergdís vann þennan leik en við vitum því miður ekki hvernig hann fór. Í þriggjastiga keppninni voru Ester og Andrada frá Rúmeníu í úrslitum. Ester hóf kepnnina með því að hitta úr fyrsta skoti næst hitti hún úr skoti sem hún valdi sjálf og gefur 2 stig ,hún var því með 3 stig eftir fyri umferðina. Andrada hitti aðeins úr einu skoti í fyrri umferðinni. Seinni umferðin byrjaði ver fyrir Ester sem hitti fyrst úr 4 skoti og svo úr völdu skoti því aftur með 3 stig. Andrada skoraði síðan aðeins úr tveimur skotum. Ester hélt því uppi merki Fjölnis í þessari keppni. Til hamingju sigurvegarar og allar hinar líka því í þessari ferð hafa stelpurnar allar unnið fullt af sigrum innan vallar sem utan.
Bestu kveðjur frá Yubac.
Siggi og stelpurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Anna Björk Bjarnadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar